Webify – Vefhönnun á íslandi
Vefsíðugerð
Þarft þú eða þitt fyrirtæki nýja eða endurbætta vefsíðu? Þá ertu á réttum stað! Hafðu samband strax í dag.


WordPress
Með WordPress færðu fleiri möguleika og þægilegri leið til að stjórna vefsíðunni þinni.

WooCommerce
WooCommerce er öflug og sveigjanleg netverslunarlausn fyrir WordPress. Með því geturðu selt vörur og þjónustu á einfaldan og öruggan hátt. Kerfið býður upp á fjölmarga viðbætur og stillingar sem henta bæði litlum og stórum netverslunum.

Divi Theme Builder
Divi Theme Builder gerir þér kleift að hanna vefsíður á þínum forsendum, án þess að þurfa að forrita. Með draga-og-sleppa viðmóti geturðu sérsniðið hverja síðu og búið til einstaka hönnun. Fullkomið fyrir þá sem vilja faglega og sveigjanlega vefsíðu.
Um Mig
Gaman að kynnast þér
Bjarki Snær Sigurðsson
21 árs ungur maður frá Egilsstöðum
Hæhæ, ég heiti Bjarki og er ástríðufullur vefhönnuður frá fallegasta landi heims Íslandi. Ég hef yfir fjögurra ára reynslu í vefhönnun og sérhæfi mig í að búa til vandaðar og notendavænar vefsíður, aðallega í WordPress. Hingað til hef ég hannað og þróað yfir sex vefsíður.
Áhugi minn á vefhönnun kviknaði þegar ég tók áfanga í faginu við Menntaskólann á Egilsstöðum, þar sem mér fannst þetta einstaklega heillandi. Ég útskrifaðist í desember 2022 og byrjaði strax eftir útskrift að vinna í greininni til að öðlast dýrmæta reynslu.
Eftir árs starfsreynslu ákvað ég að dýpka þekkingu mína enn frekar. Ég hóf nám í Tölvunarfræðinámi við Háskólann í Reykjavík, þar sem ég sameinaði fræðilega þekkingu og hagnýta færni mína til að efla mig enn frekar á þessu sviði. Tölvunarfræðin heillaði mig ekki og hætti því í því námi. Núna hef ég meiri tök og einbeitingu á að sinna vefsíðugerðinni.
Markmið mitt er að skila framúrskarandi veflausnum sem uppfylla ströngustu gæðakröfur bæði í útliti og virkni. Mér finnst spennandi að blanda saman sköpunargáfu og tækniþekkingu til að hanna einstakar og áhrifaríkar vefsíður.
Pakkar
Viðbætur
Auka undirsíða
10.000 kr.
Bæta við <50 vörum
10.000 kr.
Lengra viðhald
5.000 kr.